Hver við erum

Kynntu þér Thunderbird

Thunderbird er frjálst hugbúnaðarverkefni með opnum grunnkóða sem var stofnað árið 2003 til að auðvelda samvinnu og samskipti. Við erum studd með hæfileikum og styrkjum frá þúsundum gjafmildra einstaklinga auk þess að hafa bakland hjá Mozilla. Okkur er leiðbeint með nauðsynlegum grunngildum sem gera vinnuna okkar að einhverju sem skiptir máli. Lestu lengra til að sjá nánari upplýsingar um þetta.

Gildi

Samfélag

Skipulagseining

Við höfum ákveðin gildi í huga

Skjöldur með Thunderbird-merkinu.

Friðhelgi

Þú ert ekki varan.

Af okkar hálfu er friðhelgi þín og eignarhald þitt á eigin gögnum réttindi sem þú átt að hafa hvar sem þú býrð. Skuldbinding okkar til að vernda persónuleg gögn þín er einfalt mál:

  • Við söfnum engum gögnum eða geymum nema þú biðjir um slíkt.
  • Við gerum okkar besta til að halda þeim þá öruggum gagnvart misnotkun.
  • Við munum aldrei selja slíkar upplýsingar.
  • Þý hefur alltaf eignarhald og stjórn á þínum gögnum.
Lestu stefnuna varðandi meðferð persónuupplýsinga
Lykill með Thunderbird-merkinu.

Frelsi

Thunderbird tilheyrir þér (og heiminum öllum).

Thunderbird er ókeypis og opinn hugbúnaður, sem þýðir að kóðinn er tiltækur til að sjá, breyta, nota og deila án kvaða. Notkunarleyfið tryggir einnig að það verði ókeypis og frjálst að eilífu. Þú getur hugsað um Thunderbird sem gjöf frá þúsundum þátttakenda til þín.

Lærðu meira um MPL 2.0
Talblaðra með Thunderbird-merkinu.

Rödd

Þú átt hlut í framtíð Thunderbird.

Thunderbird er laus við viðskiptalegar kröfur og hvata sem oft stýra hugbúnaðarþróun. Hver sem er getur tekið þátt í að hjálpa til við að gera Thunderbird betra og aðgengilegt fleirum. Stjórn kosin af þátttakendum verkefnisins tryggir að Thunderbird haldi gildum sínum og hlutverki.

Drifið áfram af samfélaginu

Hver sem er getur hjálpað til við að gera Thunderbird betra. Forritarar geta lagt til einhverja eiginleika sem þeir hafa brennandi áhuga á eða endurbætt fyrirliggjandi kóða. Þeir sem eru fjöltyngdir geta gert Thunderbird aðgengilegt fleirum. Svo er hægt að prófa nýjar útgáfur af Thunderbird og skoða ýmis vandamál. Margar leiðir eru til að verða hluti af þessu blómlega samfélagi sem gerir Thunderbird einstakt. Og ef þú hefur ekki tíma til að vera sjálfboðaliði geturðu stutt við verkefnið með framlögum.

Sjáðu hvernig hægt er að taka þátt í verkefninu
Þeir sem hafa komið með framlög

Hluti af Mozilla fjölskyldunni

Thunderbird starfar í sérstöku dótturfélagi Mozilla Foundation sem rekið er í hagnaðarskyni. Þessi uppbygging gefur okkur sveigjanleika til að bjóða upp á valfrjálsa greidda þjónustu til að viðhalda þróun Thunderbird langt inn í framtíðina.

Við erum með vaxandi hóp hæfileikaríkra starfsmanna sem þróa og viðhalda Thunderbird, vinna með samfélaginu okkar og samstarfsaðilum og vinna að því að koma Thunderbird til notenda um allan heim.

Lisa McCormack
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
Ryan Sipes
Framkvæmdastjóri, vörur
Alessandro Castellani
Framkvæmdastjóri, vinnutölvu- og farsímaforrit
Andrei Hajdukewycz
Framkvæmdastjóri innviða og þjónustu
Alejandro Aspinwall
Yfir-hugbúnaðarverkfræðingur, þjónustur
Alex Schmitz
UX-verkfræðingur, vinnutölvur
Anthony Macchia
Sérfræðingur í fjármálum og bókhaldi
Ben Campbell
Staff Engineer, Desktop
Brendan Abolivier
Hugbúnaðarverkfræðingur, vinnutölvur
Chris Aquino
Hugbúnaðarverkfræðingur, þjónustur
cketti
Yfir-hugbúnaðarverkfræðingur, farsímar
Corey Bryant
Manager, Release Operations
Daniel Darnell
Útgáfustjóri
Geoff Lankow
Sr. Staff Engineer, Desktop
Heather Ellsworth
Sr. Developer Relations Engineer
Ikey Doherty
Staff Engineer, Desktop
John Bieling
Yfir-hugbúnaðarverkfræðingur, viðbætur fyrir vinnutölvur
Joseph Bass
Sr. Site Reliability Engineer
Kai Engert
Sr. Security Engineer, Desktop
Kelly McSweeney
Yfirstjórnandi tæknimála
Laurel Terlesky
Stjórnandi, UI/UX hönnunarstúdíó
Magnus Melin
Staff Engineer, Desktop
Malini Das
Stjórnandi, vefþjónustur
Margaret Baker
Sr. Employee Experience Partner
Martin Giger
Staff Software Engineer, Desktop
Melissa Autumn
Yfir-hugbúnaðarverkfræðingur, þjónustur
Micah Ilbery
UI/UX-hönnuður
Monica Ayhens-Madon
Samfélags- og markaðsstjóri
Natalie Ivanova
Stjórnandi, samskipti og samfélag
Philipp Kewisch
Sr. Manager, Mobile Engineering
Rob Lemley
Yfir-útgáfustjóri
Rob Wood
Sr Software Engineer, Test
Roland Tanglao
Sérfræðingur í notendaþjónustu
Ryan Jung
Sr Site Reliability Engineer
Sarah Regenspan
Customer Experience Specialist
Sean Burke
Hugbúnaðarverkfræðingur, vinnutölvur
Solange Valverde
UI/UX-hönnuður
Tarandeep Kaur
Employee Experience Specialist
Toby Pilling
Yfirstjórnandi, vinnutölvutækni
Vineet Deo
Hugbúnaðarverkfræðingur, vinnutölvur
Wayne Mery
Samfélagsstjóri
Wolf Montwé
Yfir-hugbúnaðarverkfræðingur, farsímar

Sjáðu hvað er næst á döfinni

Thunderbird heldur áfram að verða betri. Gerstu áskrifandi að fréttabréfinu okkar og fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum til að vera með puttann á púlsinum.